Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 2
Reykjavíkurmót í frjólsum iþróttum 17 JÚNÍMÓTIÐ Bakverð- irnir skora mörkin! Þaö er engin nýlunda í knattspymu að skortur sé á snjöllum | mönnum í framlinu, — þ.e. mönnum sem geta skorað mörk. í | nútimaknattspymu þ.e. 4-2-4 kerfinu, er enn erfiðara en fyrr aö , skora mark, svo þéttur getur vamarveggurinn oröSð. Og þetta kerfi verður aö öllum líkindum allsráöandi á HM í Englandi í júli. Handknattleiksvömin er komin i knattspyrnuna, flatur veggur, I sem erfitt er að vinna á. Framlinumennlmir verða melra og meira eins og línumenn í handbolta, en framveröir og jafnvel bakverðir | geta orðiö aöalskyttur liðanna, em leiknir upp í skotfæri fyrlr ( utan vítateiginn rétt eins og í handbolta. Einn lelkmaöur ítalska liðsins á HM er frægur fyrir þetta. Þaö er bakvörðurinn Facchetti frá Inter í Mílanó. Þaö var hann, sem „skrúfaði fyrir“ Skotana i undankeppni HM á svo snöggan hátt á örskammri stund, skoraði bæöl mörkin frá sama blettinum vinstra megin viö vítateiginn. Facchetti var síðan reyndur sem framlínumaður, en þær til- raunir mistókust meö öllu, — hann var mun hættulegri sóknar- maður sem bakvöröur. Sennlega á þaö eftir að koma í 'ljós í Englandi, að framverðlr I og bakverðir komast iðulega á listann yflr þá sem skora mörk- in og það sýnir þessa þróun greinilega. Sjaldan hefur 17. júnímót frjáls íþróttamanna tekizt eins vel og i ár. Veðrið hefur mikil áhrif á all ar iþróttir eins og alkunna er. Þann ig er jafnvel einu eða tveim sak- lausum vindstigum oft kennt inn að spilla knattspymuleik og frjáls íþróttamennimir geta ekki stokkið eins hátt eða jafnlangt og ella vegna þess að þeim tókst aldrei að hita sig nægilega vel upp fyrir stökk ið. Veðrið á föstudaginn var fallegt og keppendur fengu þann hita, sem til þurfti og mótið heppnaðist með ágætum eins og raunar hefur verið skýrt frá áður hér á síðunni. Þá urðu nokkrar ágætar íþróttaihyndir eftir og birtast hér tvær þeirra. Sú efri sýnir sigurvegarann í langstökki, Ragnar Guðmundsson Ármanni, en í öðru sæti varð ný- stúdent, Ólafur Guðmundsson úr KR, sem brá sér úr smókingnum til að ná ágætum árangri í langstökki inu og tveim hlaupagreinum. Að visu stökk hann hvorki né hljóp 100 metrana með húfuna sína, en á verðlaunapallinum var hann með húfuna og veifaði með henni til samstúdenta sinna í stúkunni. Þriðji maðurinn er Ólafur Unn- steinsson úr iR. Myndin að neðan er af svæða- keppni ungu mannanna í boðhlaupi, sem jafnan vekur mikla kátínu og er ein mest spennandi greinin á mótinu. Það hefur oft veriö hald manna að bakverðir þyrftu aö vera þung- ir líkt og maðurinn á myndinni. Nú er þaö hins vegar svo aö þeír feitu og þungu, hægfara leikmenn eru betur komnir annars staö- ar. Nú þurfa bakveröir aö vera fljótlr og leiknir meö boltann. Mað- urinn á myndinnl er annars aðalþjálfari heimsmeistaranna í knatt- spymu, Brazilíumanna, og heitir Feola. Hann ætti því að kunna á spymunni lagiö. HÁRKA í 2. DEILD Keppnin í 2. deild hefur til þessa verið ákaflega jöfn, ekki síður en f 1. deild, þar sqjn fjórir Ieikir af sjö hafa farið 1:1. Ellefu leikir hafa farið fram í 2. deild, en þar er keppninni skipt niður í tvo riðla, a-riöil og b-riðil og hefur oftast orðið mjög mjótt á mununum, en úrslit í einum leik verða að teljast mjög óvænt, en það var sigur Hauka yfir Fram. Hins vegar unnu Víkingar Haukana á helmavelli þeirra á Hvaleyrar- holti nokkru áður og um helgina unnu Víkingar enn sigur gegn Suð umesjamönnum og unnu 2:1 i a-riðlinum. Tveir leikir fóru fram í b-riðli og fóru leikar svo að FH vann Isa- fjörð 2 : 0 og Siglfiröingar og Brelða blik gerðu jafntefli 1:1. Staðan f 2. deiid er nú þessi: A-riðill: Úrslit um helgina: Víkingur — iBS 2:1. Staðan: VÍKINGUR 3 2 0 1 5:4 4 HAUKAR 3 1 1 1 4:4 3 VESTM. 1 1 0 0 3:2 2 SUÐURNES 2 0 1 1 4:5 1 FRAM 1 0 0 1 0:1 0 B-riðilI: Úrslit um helgina: FH — Isaf jörður 2 : 0 KS — Breiðablik 1:1 Staðan: BREIÐABLIK 3 2 1 0 4:2 5 ÍSAFJ. 4 2 0 2 7:7 4 FH 3 1 0 2 4:5 2 KS 2 0 1 1 2:3 1 Meistaramót Reykjavíkur í frjáls íþróttum (aðalhluti) fer fram í Laug ardal miðvikudag og fimmtudag 29. og 30. júní nk. Keppt verður í þessum greinum: Fyrri dagur. — Karlar: 200 m„ 800 m., 5000 m. hlaup, 400 m. grindahlaup, hástökk, lang stökk, kúluvarp, spjótkast, 4x100 m. boðhlaup. Konur: 100 m. hlaup, hástökk, kúluvarp, kringlukast. Seinni dagur. — Karlar: 100 m„ 400 m„ 1500 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, stangarstökk, þrístökk, kringlukast, sleggjukast, 4x400 m. boðhlaup. Konur: 200 m. hlaup, langstökk, spjót- kast, 4x100 m. boðhlaup. Mótið er stigakeppni milli Reykja víkurfélaganna og fá 6 fyrstu menn í '.verri grein stig, þannig að 1. maöur fær 7 stig, annar maður 5 stig, þriðji 4 stig o. s. frv. Hverjum keppanda er aðeins heimil þátttaka í þremur keppnis- greinum hvorn dag auk boðhlaups Utanbæjarmönnum er boðin þátttaka í mótinu í þeim greinum, sem hægt er að koma við gestaþátt töku án truflunar fvrir stigakeppn ina. Þátttökutilkynningar sendist Ein- ari Frímannssyni, c/o Samvinni tryggingar, Reykjavík, fyrir 25 júní 1966. F.Í.R.R. ES3Ki£K*H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.